Thursday, October 2, 2008

Kósý kósý

Nú er frost á Fróni,
frýs í æðum blóð.
Kveður kuldaljóð,
Kári’ í jötunmóð.
Yfir laxalóni
liggur klakaþil.
Hlær við hríðarbil,
hamragil.
Mararbára blá
brotnar þung og há
unnar steinum á,
yggld og grett á brá.
Yfir aflatjóni
æðrast skipstjórinn.
Harmar hlutinn sinn
hásetinn.

Já krakkar mínir það er komin vetur með sínum kostum og göllum.....
Gleðilegan vetur....

1 comment:

Erla Anna said...

Hæ Skvís!

Ég neyðist víst til að klukka þig en vittu, ég geri það með miklum trega!

Tjekkaðu síðuna mína fyrir upplýsingar en býst við að þú kannist við þetta:)