Tuesday, September 30, 2008

Fyndið....

Ógeðslega fyndið sem ég þarf að segja ykkur hahaha ég hélt ég myndi míga í mig úr hlátri.....

Sunna og Steini að tala saman í símann

Steini: Sunna þú ert nú meiri hálfvitinn
Sunna: Þú ert nú bara skíthæll
Steini: Afsakaðu Skapgerðabrestina mína
Sunna: Biddu Guð að gefa þér andstæðuna við skíthæl
Steini hummmm... GUÐ GEFÐU MÉR HREINA TÁ....

Thursday, September 11, 2008

Sweet motion

Ír vann enn einn leikinn fyrr í kvöld á móti Víði og endaði sá leikur 6 - 4 ansi mörg mörk en aftur á móti afar skemmtilegur leikur að horfa á...
Til Hamingju Steini minn með sigurinn og restin af Ír liðinu og ég er sko alls ekki hætt að mæta á leiki sama þótt ég þurfi að sitja ein og hvetja - kvetja.. Whatever....

Ekki meira að frétta í bili Segi ykkur e-ð skemmtilegt á morgun ;)
Góða nótt

Monday, September 8, 2008

Mjög spes bíóferð

Ég og Steini ákváðum skyndilega að fara í bíó áðan og skelltum okkur á Tropic Thunder sem by the way átti að vera geggjað góð en jú ókey ég náði að hlægja smá en það skiptir ekki máli því að á meðan við sátum og reyndum að lifa okkur inní myndina þá gossaði upp allsvakaleg fýla, í fyrstu var það munntóbakið hans Steina en svo stuttu seinna fann ég lykt sem ekki er hægt að lýsa í mannlegum orðum hún var svo vond... prumpið hans Steina er hátíð miðað við þessa lykt sjitturinn... Við bæði með nefið uppí loft að reyna átta okkur á hvaðan í ósköpunum þessi lykt gæti komið og komumst að þeirri niðurstöðu að stelpan sem sat tveimur sætaröðum frá Steina var nýbúin að klæða sig úr skónum og flaggaði þarna á sér berum tánum á næsta stólbaki og Guð minn góður hvað ég er þakklát að eiga ekki við þetta vandamál að stríða en halló ég hef fundið táfýlu en þetta var einhver stökkbreyting á þeim viðbjóði....
Ég biðst forláts ef þið eigið við þetta vandamál að stríða en ég get rétt ímyndað mér að þið haldið þá tánum ykkar í sokkum og skóm á almannafæri ekki að það skipti samt neinu máli ég varð bara að deila þessu með ykkur þar sem þetta var frekar fyndin, skemmtileg og algjörlega ólýsanleg upplifun á undarlegustu lykt sem mitt þefskyn hefur komið nálægt og vona ég að það komi ekki nálægt henni aftur í komandi framtíð......

Takk fyrir mig og Góða nótt

Wednesday, September 3, 2008

Enn ein bloggsíðan

Jæja þá er haustið að bresta á hvað og hverju og þá kitlar í manni að fara að blogga aftur, afhverju ekki að prófa það enn einu sinni..
Spurning hversu lengi ég haldi þetta út en ákvörðunin er tekin með hugarfarinu einn dagur í einu og lýst mér barasta vel á það ..

Þetta er góður startpistill og vonast til þess að sem flestir stoppi við ;)

Guð er góður